Gulli : varstu að leita að mér?

Today I am Yes, I am!  |  gulli@love.is  |  Skjalaskápur - Eldra efni  |  Forsíða  

     

19.9.02

 
Hommahatari
Það er nú ekki amalegt að hafa þennan mann til að syngja fyrir sig afmælissönginn. eins og þið getið lesið á þessari síðu var mikil gleði á réttar/afmælisballinu mínu.

::15:10
 
Þráðlaust net
Kominn á þráðlausa netið í Háskólanum. Komst að því að maður þarf að skrá einhverja MAC-Addressu, lærði það hjá stelpu sem sat fyrir framan mig í gær. Þetta er ofsalega flókið en af hverju sagði Reiknistofa Háskólans mér ekki frá þessu í upphafi? Ég sendi þeim póst og sagði þeim að ég kæmist ekki á netið og ég ætti í einhverjum vandræðum. Ég hafði ekki hugmynd um að það væri einhver hjálparsíða um þetta...
Núna verður loksins bloggað... aftur!
Kveðja

::13:36
 
Deisjavú
Sit í almennum félagsfræðum og er að læra allt um framboð og eftirspurn, Adam Smith og þá kappa. Er einhver annar en ég að fá Deisjavú frá Sólveigu Lilju, Helga Baldurs, Guðlaugu Níelsen, Tomma Sölva og þeim köppum? Rétt í þessu nefndi hann ójafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar. Ég er búinn að sitja í 40 mínútur og núna erum við að fara fjalla um ójafnvægi á milli þessara þátta. Er þetta háskóli?

::13:33

17.9.02

 
Drakk í gær
Í fyrsta skipti í þrjú ár. Var þunnur á mánudegi þegar ég er í skólanum frá 10 til 18 og svo í vinnu frá 18 til 23:30. Ég mæli ekki með þessari samsetningu, nema ef Blóðbankinn vekur þig, þá er það í lagi.

::02:20
 
Gangi þér vel í lífinu
Vaknaði við það í morgun að blóðbankinn hringdi í mig. Ekkert er betra en að segja við einn meinatækni eldsnemma að morgni til með frekar háum rómi: JÁ BLESSUÐ VINKONA! Hún vissi greinilega ekki hvaðan á sig stóð veðrið, bjóst ekki við svona hressum dreng í blóðflokki A-. Þegar hún sagði mér erindið sitt, að henni sárvantaði blóðið mitt, hvort ég gæti ekki kíkt í dag. Ég sagði að það væri nú lítið mál, en nú væri bara hagir mínir búnir að breytast síðan að ég hefði farið í prufu og sú breyting væri að ég hefði sofið hjá karlmanni. Ég spurði hana í framhaldi af því (því að hún sagði nú frekar lítið) hvenær best væri að ég kæmi. Hún svaraði því þá að ég mætti þá ekki gefa blóð og að þá ætti ég ekkert að vera ómaka mig við að kíkja í heimsókn (hvað varð um íslenska gestrisni, má ég þá ekki kíkja í kaffi?). Ég sagði að það þætti mér leiðinlegt að heyra, en óskaði henni samt góðs gengis við að safna blóð og ég sagðist óska þess að þessi blóðþurrð þeirra myndi bjargast. Þá sagði hún með klökkri rödd (eins og gömul bitur kona sem missti einu kúna sína í móðuharðindunum og þarf að velja hvort barnið hennar á að deyja svo hitt muni lifa): Nei takk, gangi þér vel í lífinu. Svo lagði hún á, enda um að gera að vera ekki að eyða símreikningi sem þjóðin greiðir sjálfum sér.

::02:17

HÆ !

Velkomin á síðuna mína. Ég vona að þú eigið eftir að hafa það fínt hérna hjá mér, ég vil helst að þú hagir þér hérna eins og heima hjá þér. Ef þú hefur einhverjar athugasemdir eða hrós sambandi við skrifin mín, þá endilega láttu mig vita.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Ágúst
Siggabeib
Bjarni hýri
Strumpurinn
Gyða Sól
Erlingur

FSS - ný síða!

emOde

gay.com
mbl.is
Spámaður
Hamstur
Betra.net
TheSpark
Love is ...
Búrfell