Gulli : varstu að leita að mér?

Today I am Yes, I am!  |  gulli@love.is  |  Skjalaskápur - Eldra efni  |  Forsíða  

     

27.8.02

 
Hélt að það væri minkur
Var að keyra í vinnuna í morgun, sá að það væri eitthvað svart sem skaust upp á veginn og var þar. Ég gaf í til þess að geta keyrt yfir dýrið og drepið það (grætt 1500 kr í leiðinni) en ykkur að segja, þá komst ég að því að þetta var ekki minkur. Úbs... Ef einhver saknar köttsins síns, þá liggur hann úti í Þjórsá.

Annars er þetta seinasti dagurinn minn í moldarkofanum. Þessa stundina er ég að ganga með gærur (fleiri dauð dýr) í þurrkherbergið. Bæklingar ofan í kassa og hreinsa kaffibletti af moldinni. Þið sem voruð með það á stefnuskránni að heimsækja mig í sumar; seinasti séns er í dag!

::12:04


26.8.02

 
Lítil typpi
Vaknaði við lag í útvarpinu í morgun sem var eitthvað á þessa leið: Lítil typpi lengjast mest, lítil typpi duga best, lítil typpi eru best, lítil typpi bragðast best og svo videre og svo videre. Vita þeir ekkert um hvað þeir eru að tala eða er þetta eitthvað svona uppbyggjandi söngur? Væri í lagi að syngja um typpastærðir í Bandaríkjunum? Hvert er þessi söngmenning að fara? Ég vaknaði því frekar sár og dagurinn er ekki það bjartur, svo rignir líka svo mikið.

::11:47
 
Your favorite porn star
Er maður ekki frekar hissa þegar maður fær bréf frá henn Vicky þar sem subjectið (nýtt íslenskt orð) er: Your favorite porn star. Ég var orðinn ýkt spenntur og hélt að nú væri verið að bjóða manni frían aðgang að honum John Paulik, en svo virtist ekki vera. Britney Spears og fleiri gellur voru í boði. Bömmer

::11:45

25.8.02

 
Litur
Andskotinn, ég er þessi litur:


AQUA



You enjoy life, humor, and being exuberant. Wherever you go you usually find yourself stealing the spotlight without even trying. You love to let go and have fun.




Find out your color at Stvlive.com!



sem er sami litur og Þórir fékk, en svo er líka hægt að svindla. Þá vildi ég vera þessi litur:


RED



You are full of energy and impulsivness. You Enjoy being in power both in your career and in your sex life. You are extroverted and very passionate about what you believe in.




Find out your color at Stvlive.com!




::16:39
 
Úrslit úr landapartýi
Það fór svona þrusuvel fram, ég held að ég hafi étið svona um það bil 3 lömb, en að vísu var bara 2 slátrað. Veislan var haldin í bústað, staðsettur á þessari fínu hæð, ég rúllaði hreinlega niður brekkuna og niður bílastæðin. Það var nú kannski bara ágætt, ég var þá ekki að brenna neinni kalóríu á meðan. Síðan byrjaði þessi hefðbundni leigubílaleikur með ættingja um miðnætti, þar sem ég keyrði alla heim í nokkrum ferðum. Ég get svo svarið það, næst verð ég fullur.

::16:19
 
Kvennablöð
Ég er alveg hættur að lesa þessi helvíti. Síðasta grein sem ég renndi augunum í gegnum (lesist las) var verið að fjalla um hvernig karlmenn niðurlögðu (lesist lægju) konurnar sínar með því að kalla þær kerlingu. Þetta glanstímarit kvenna var meira svo elskulegt að koma með dæmi. Hérna kemur eitt þar sem gagnkynhneigður karlmaðurinn kynnir konuna sína fyrir vini sínum: Sæll Jói, þetta er kerlingin, Dísa, þetta er Jói. Hvað í ósköpunum er að þessu? Ef að konan er eitthvað ósátt við þessa nafnbót þá getur hún bara átt það við manninn sinn og ef hann vill ekki hlýða því, þá getur hún bara reynt að muna af hverju hún ákvað að eyða lífinu með honum. Ef hún man það ekki, þá getur hún bara farið eða sent hann í burtu.

Merking orða verður aldrei annað en maður leggur í það. Ef að kerlingar eiga í erfiðleikum með að vera kallaðar kerlingar, þá þurfa þær að athuga hvort að þær séu eitthvað ósáttar við það að vera kvenkyns. Fyrir árið 1985 mátti ekki nota orðið hommi í Ríkisútvarpinu, það eitt að nefna orðið í útsendingu lá við flengingu eða álíka gáfulegu. Núna er ég á þeirri skoðun að ekki nokkur maður getur verið meira blessaður af guði en að fæðast hommi og ég elska þetta orð.

Merking orða verður aldrei annað en við sjálf leggjum í það. Köllum það mannfrelsi, tjáningafrelsi eða bara talfrelsi. Merking orðanna er ekki ákveðin af nefndum, heldur okkur.

(og núna er ég farinn að hljóma eins og Marteinn Luther King eða eitthvað álíka gáfumenni, ef ég fer að skrifa svona á ensku, þá verð ég fljótlega aðlaður)

::16:17

 
Frítt fyrir stúdenta og gamalmenni
Í vinnunni minn er mikið spurt af hinum tekjuminni þjóðfélagshópum hvort að það sé afsláttur eða jafnvel alveg frír aðgangseyrir. Þetta eru helst stúdentar, gamalmenni, öryrkjar og annar lýður hvaðan æva úr heiminum. Ef að ég segji þeim að mér sé sett fyrir að allir borgi sama gjald ef að menn hafa náð 12 ára aldri, verða margir fuss og svei. Ég held meira að segja að sumir ganga svo langt í reiði sinni að það sé algjör óstjórn í landinu og þeir sverja það við mig að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki studdur í næstu kosningum (sem er í sjálfu sér gott).

En hvernig getur fólk verið eitthvað pirrað út af verðlagi, það er ekki eins og það sé skylt að fara inn eða borga. Ekki æsir það sig út í Hagkaupum fyrir að borga jafnmikið fyrir mjólkina og brauðið og fjölskyldan á undan. Fólk má fyrst æsa sig út af verðlagi þegar það er skylt að greiða gjaldið, þá meina ég t.d. tryggingar á bílinn, skattar (prósentuhlutfallið), framkvæmdasjóður aldraða og annað sem allir þurfa að borga. Hvort sem að einstaklingur sitji heima í svarta myrki og kulda því að hann tími ekki að eyða eða dramadrottningin sem gengur upp og niður Laugaveginn með 6 innkaupapoka, fer á kaffihús og keyrir svo á nýja bílnum sínum alla leið út að Tryggvagötu í fínu 150 fm íbúðina sína. Þá má fólk æsa sig.

Ég hef ekkert á móti því að stúdentar, ellilífeyrisþegar, heimskt fólk, ljótt fólk eða aðrir minnihlutahópar sem hafa minni tekjur eða úr færri pening að moða, fái afslátt eða frítt á staði sem jafnvel tengjast námi þeirra eða er hreinlega dægrastytting á grafarbakkann. En að vera eitthvað pirraður út af útgefinni verðskrá er heimskuleg dægurstytting.

Næst ætti maður kannski að vera með gleraugun og spurja hvort að maður fengi ekki afslátt, ég var nú að kaupa mér ný gleraugu (þau eru nauðsynleg fyrir mig) og því ætti ég ekki úr miklum peningum að moða þar sem ég var líka að borga skuldina mína við dópdílerinn.

Borgum uppsett verð eða förum.

::16:16

HÆ !

Velkomin á síðuna mína. Ég vona að þú eigið eftir að hafa það fínt hérna hjá mér, ég vil helst að þú hagir þér hérna eins og heima hjá þér. Ef þú hefur einhverjar athugasemdir eða hrós sambandi við skrifin mín, þá endilega láttu mig vita.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Ágúst
Siggabeib
Bjarni hýri
Strumpurinn
Gyða Sól
Erlingur

FSS - ný síða!

emOde

gay.com
mbl.is
Spámaður
Hamstur
Betra.net
TheSpark
Love is ...
Búrfell