Gulli : varstu að leita að mér?

Today I am Yes, I am!  |  gulli@love.is  |  Skjalaskápur - Eldra efni  |  Forsíða  

     

27.7.02

 
Hálendið
Ég skrapp upp í Klett í gærkvöldið og var fram á nótt. Klettur er leitarmannakofi Flóa og Skeiðamanna á samnefndum afrétti. Þar var saman komið margir Hrunamenn og Flóamenn. Við Gnúpverjar komum með hey handa hrossunum þeirra. Frænka mín og frændi buðu í mat og það var mikil veisla.
Ég hélt að lagið með Stuðmönnum um eitthvað gubb myndi aldrei vera betur flutt en með þeim sjálfum. Það reyndist vitleysa. Landsbyggðafólkið tók það svo vel í gær að maður fór að dansa og hreyfa sig með augunum. Það vor nokkuð magnað. Þetta var tekið margraddað og allsraddað. Öll aukahljóð voru gerð og hver fékk sitt hljóðhlutverk. Ímyndið ykkur 20 manns í góðum fíling vera að margradda þetta lag með einstakri innlifun. Þetta er allavega besta útsetning frá upphafi. Leitt að þið flest hafið misst af því.

::11:57
 
Kona óskast
Ég hélt að seint myndi ég óska eftir konu, en hana BRÁÐvantar mig núna. Hún þarf að vera á lausu frá 11. til 18. ágúst svo hún geti farið með til Kaupmannahafnar. FSS vantar stelpur til þess að fara með á ráðstefnu ungra homma og lesbía. Það er allt greitt fyrir þig, matur, uppihald, strætó, lestar, tívolí, skemmtistaðir, galadinner, gaypride i Köben, grillveisla og 70% af fluggjaldinu. Ef að við finnum ekki stelpu til að fara með, þá fáum við ekki styrkinn, því að það er einhver jafnræðisstefna í Evrópusambandinu og Ráðherranefndinni sem bannar það. Það þarf a.m.k. að vera einn af hvoru kyni... bla bla bla.

Þetta er hörkufjör og mikið gaman. Hefur einhver áhuga?

::11:48


26.7.02

 
Pottþétt hinsegin
Ég er pottþétt hinsegin og kaupi mér því pottþétt mitt vörumerki. Rétt í þessu var ég að staðfesta kaupin á skifan.is

::17:46
 
Skamm skamm
Ég er ekki sammála Gyðu Sól í þetta skiptið. Hún er að segja ljóta hluti um hann Einar Ágúst minn. Ég er nefnilega alveg viss um að hann sé með mér í liði...

::17:30
 
Stundaskrá DAUÐANS
Ég hélt að ég hefði verið í leiðinlegri stundarskrá síðasta vetur, en ó nei... Hér sjáið þið hana fyrir næsta vetur.

::16:27
 
Vísir.is
Ég held að þessi fréttavefur sé að skíta á sig.

::16:12
 
Lárétt rigning ... inn um dyrnar
Ég er að upplifa nýtt náttúrufyrirbrigði. Það rignir lárétt í logni og það rignir lárétt líka inn um dyrnar hjá mér. Þetta er alveg merkilegt. Síðan get ég ekki lokað dyrunum, nema að ég læsi þeim og það má ég ekki því að það er opið...
...lífið er erfitt.

::16:06
 
Djarfir útlendingar
Mér er nú farið að bregða frekar þegar þýskur strákur á mínum aldri, nokkuð myndarlegur, reynir við mig í vinnunni. Eru útleningar djarfari en Íslendingar að daðra og bjóða á deit heldur en við Íslendingar? Ég held að við þyrftum að skoða þetta eitthvað, því að svona daður er mjög skemmtilegt...

::16:00
 
Aldrei verið betri
Heimasíðan http://gulli.semsagt.net hefur aldei verið betri. Að sögn talsmann síðunnar, Guðlaugs Kristmundsson, hefur tæknimaður síðunnar lokið við frágang síðunnar og hún komin í sitt lokaútlit. Hún hefur aldrei verið aðgengilegri og mun nýtast lesenum vel. Skjalaskápurinn er meðal þess sem hægt er að nálgast núna á einfaldan, auðveldan og skýran hátt. Öll síðan er á íslensku sem er kostur.

Fréttatilkynning þessa efnis hefur verið send fjölmiðlun, innlendum sem erlendum.

::15:57


25.7.02

 
...
Vonandi er mjög stutt þangað til Ágúst verður búinn að laga hjá mér skápinn - Skjalaskápinn ;)

::16:58
 
Allt er nú til
Nýjasta umræðan gengur út á það að leyfa tvíkynhneigðum að vera með í GayPride göngunni eftir hálfan mánuð. Tvíkynhneigðir eru víst búnir að fá sér sinn eiginn fána og telja hagsmunum sínum betur varið utan Gaysamtaka.

Mér finnst þetta svolítið skemmtilega skrítið, því seinast þegar ég gáði þá vorum við öll mennsk og ég hefði ekki talið að einhverjir hópar þyrftu að stofna samtök til þess að sjálfsagt jafnrétti yrði ekki brotið. En það er líka ákveðinn mælikvarði á samfélag sem að vonandi Sameinuðu Þjóðirnar taka fljólega inn í sínar skýrslur hvar best sé að búa, því að á meðan það þurfa að vera til einhver félag sem standa vörð um jafnrétti ákveðin hóps, þá er samfélagið ekki fullkomið.

Ég er allavega mjög pirraður út í samfélagið mitt. Það er í svo mikilli mótsögn við sjálfan sig. Það segjir mér að ég sé ekki æðra kyn og að kynferði skipti engu máli. Ég eigi að fá að gera það sem ég vil á meðan það skaði ekki aðra, þannig fái hver einstaklingur að njóta sín og lifa best. En svo þegar ég vil fara að fá mér að ríða og eignast maka, þá skiptir það mestu máli hvaða stykki ég sé með í klofinu og hvað makinn minn hafi þar. Ég sé ekki að komi löggjöfinni nokkuð við því að stjórnarskrárgjafinn taldi það ekki skipta máli þegar hann setti 65. gr. hennar, en um það hef ég fjallað áður hérna.

::16:55

 
Áhugavert félag
Ég held að ég skrái mig mjög fljótlega í þetta félag. Þið sjáið nú bara til dæmis þetta.

::16:23
 
Frétti allt síðast en vissi allt fyrstur
Forstöðumaður Fornminjaverndar ríkisins kom hingað á sunnudaginn með erlendan hóp manna. Hún sagði mér að Fornminjavernd ríkisins og Þjóðminjasafnið (Fornminjavernd heyrir undir Þjóðminjasafnið sem heyrir undir menntamálaráðuneytið sem er þá bara íslenska ríkið og þetta er allt bara til að flækja málið því að Íslendingar eru náttúrulega íslenska ríkið og þess vegna erum það við, en ekki þessi stofnun í rauninni) væru að sækja um aðild að einhverjum alþjóðlegum samtökum þannig að fornminjar landsins kæmust á heimsminjaskrá.

Það er nú alveg rosalega íslenskt að mæta svo með þetta fólk, sem á að meta hæfni Íslendinga í þessi samtök, og hafa ekkert undirbúið sig. Í fyrsta lagi (og nú tala ég eins og þekktur íslenskur stjórnmálamaður en skrifa þennan pistil eins og Bandaríkjamaður, nota mikið af svigum og læti) hafði ENGINN farið á undan til þess að skoða rústirnar að Stöng til þess að athuga hvort að þær væru boðlegar þessum mönnum. Rústirnar að Stöng standa vel undir nafni, því að þær eru vægast sagt í rúst. Það er svo mikið drasl, svo illa um gengið og rústirnar eru mjög mikið skemmdar vegna veðurs og mikilla ferðamanna.

Þessir menn sögðu mér það að þeim þótti það hlægilegt að Íslendingar ætluðu að reyna koma þessum merkustu rústum sínum á heimsminjaskrá en kynnu svo ekki að varðveita þær og væru nú búnir að tapa þeim vegna slæmrar umgengni og verri umhirðu. Þeir sögðust hlakka til að sjá hvað við höfðum fleira upp á að bjóða og hvort við hefðum áhuga á að sýna þeim eitthvað fleira sem við kynnum ekki að varðveita. Það er vægast sagt hægt að segja að forstöðukonan var eins og skítur þegar hún stóð við hliðina á þeim þegar þau voru að segja mér frá þessu.

Þegar fólkið var farið inn í bæinn, þá fór hún að ausa úr skálum reiði sinnar yfir mig og kenndi mér um slæma umgengni á Stöng og að ÉG ætti að sjá til þess að þrífa þar. Þá byrjuðu ansi skemmtilegar rökræður sem enduðu með því að hún strunsaði út í bíl á meðan ég var inni í bænum og talaði við þetta fólk.

Rökræðurnar gengu út á það að hún kenndi mér um að rækja starf mitt illa. Þá spurði ég hana hver það væri sem ætti að sjá um þessar rústir og hún sagði að það væri starf Þjóðminjasafnsins undir eftirliti Þjóðminjaverndar (semsagt undir eftirliti sjálfs síns, sniðugt). Þá spurði ég hana hvernig ég tendist þessum stofnunum og hún sagði mig vera starfmann þeirra. Ég benti henni á að ég væri kyrfilega merktur Landsvirjun með nafnspjaldi og aðrir hlutir segðu það beint að Landsvirkjun sæu um að reka þennan stað í samvinnu við Þjóðminjasafn og Forsætisráðuneytið. Svo spurði ég hana hvort að hún hefði þá ekki brugðist eftirlitsskyldu sinni sem forstöðumaður Þjóðminjaverndar sem á að fylgjast með rústunum. Síðan fór hún að snúa út úr með því að segja að það væri í raun Þjóðminjasafnið sem að væri potturinn og pannan í þessu öllu saman. Ég benti henni á að Þjóðminjasafnið væri dauð stofnun og kæmi engu í verk, ég sagði að einn formaður á Þjóðveldisöld hefði afkastað meiru á einu ári heldur en allt Þjóðminjasafnið og stofnanir þess á áratug. Þá varð hún eitthvað móðguð og sagði að það væri ekki sagt. (þarna komst ég í essið mitt, því þarna gat ég farið að rökstyðja mál mitt og benda á hversu fróður ég væri um málefni Þjóðminjasafnsins) Ég sagði að það hefði nú til dæmis bara tekið mig mánuð að fá gestabók frá Þjóðminjasafninu hingað í bæinn, en það hefði nú tekið svona stuttan tíma því að ég hafði hringt að lágmarki einu sinni á hverjum einasta degi þangað til bækurnar voru komnar í hendurnar á mér. Þá sagði kerling að þetta væri nú bara einhver óheppni og að Þjóðminjasafnið væri fjársvelt. (þarna hafði ég önnur rök á móti kerlu) Ég benti henni á að Þjóðminjasafnið leitaðist við að losa sig bæði við peninga og athafnamikið fólk. Til dæmis hefði einn mesti athafnamaður safnsins og mesti drifkraftur um varðveislu Stangar, Vilhjálmur Örn, verið rekinn. Þó að karlinn hefði gert mistök og komið Þjóðminjasafninu í margra miljón króna skaðabótakröfu, þá væri það ekkert til að gera mál út af.

Eða hvað?

::15:18

 
Austin Powers, the spy who shagged me
Ég horfði á APTSWSM í gær með Önnu Margréti, en hún var einmitt að flytja frá Stavanger, það kemur á óvart. Hún kom heim með þessa spólu og ég horfði á hana með norskum texta, ég held að ég flytji bara til Noregs. Mig langar rosalega í þennan bíl sem að Austin fór í aftur til fortíðar. Hann var ýkt grúví baby, litríkur og flottur. Veit einhver hver leikur nr. 2 (þ.e. þegar í fortíðinni þegar hann var ungur og flottur), hann leikur líka í WestWing... Ef einhver þekkir einhvern sem mun líta svona út þegar hann verður þrítugur, þá má sá hinn sami endilega hafa samband.

::12:40
 
Stavanger
Stavanger í Noregi er ótrúlega tengdur Búrfellsvirkjun þessa dagana. 3 starfsmenn fæddust þar og 2 hafa búið þar, ég myndi halda að það væri frekar hátt hlutfall miðað við að núna eru 60-70 manns að vinna við virkjunina. Segjið mér svo að Noregur sé besta land til að búa í; það eru allir á leiðinni þaðan og hingað!

::12:22

24.7.02

 
Rúv
Munið þið þegar Ágúst var með strákúst. Nei grín. Munið þið þegar Ágúst var að tala um búninga Rúv? Núna rétt í þessu var kona af Ríkisútvarpinu að koma og taka viðtal við mig. Með kerlingu var maður, hann var hvorki sexy né í sexý fötum. Ágúst er bara platari.

::19:01
 
Enginn póstur
Ég fæ engan póst á nýju tölvuna mína, ég er farinn að halda að tölvan sé eitthvað biluð. Er einhver til í að senda mér póst svo ég viti hvort að tölvan mín sé að eiba eða ég bara almennt að fá svona lítinn póst.

Hjálp
Ég var að komast að því að heimasíðan mín er biluð. Skjalaskápurinn minn er bilaður, en sá linkur er hérna ofalega á síðunni til hægri. Ef einhver getur hjálpað mér að laga hann þá getur hinn sami fengið klukkutíma nautn hjá Gulla. Sjálfboðaliðar skrái sig hér. Lovely.

::15:44

 
Þínar síður eru ókeypis!
Minn rass. Landsíminn er alltaf að koma manni í trú um að þeir séu að "gefa" manni hitt og þetta. Mér finnst þeir nú vera að gefa mér lítið þegar ég fæ símreikninginn frá þeim. En að vísu er hann óvenjulár núna þegar maður er á spenanum.
Meðal þess sem Landssíminn kemur manni trú um að maður fái ókeypis, en borgi ekki með mínútugjaldi, seðilgjaldi, mánaðargjaldi, birtingargjaldi, aukaálagi og fleiru er til dæmis: Þínar síður, Þjónustuver (betra væri að loka þeim andskota), símaskrá, Síminn til þín (mánaðarlegt fréttabréf sem kemur með símreikningnum), simaskra.is og fleira og fleira.

Uss bara

::15:35

 
Ruby Tuesday
Missti tunguna og bragðskynið í gær. Nú er ég alveg staðráðinn í því að klára lögfræðina og fara svo í mál við þetta fyrirtæki, eða vini mína sem neyddu mig til að borða sterka kjúklingavængi.

::15:22

22.7.02

 
Verum í stíl
Það var að ganga inn fjögurra manna fjölskylda frá Noregi hingað í Þjóðveldisbæinn. Þegar þau vöknuðu í morgun þá hlýtur mamman að hafa sagt: Við skulum öll vera í gulu Helly-Hansen úlpunum okkar og öll fjölskyldan sagði: Vei! Þú ert besta mamma í heimi!

::15:58
 
Akureyri
Ég eyddi hádeginu og núna seinnipartinum í það að tala um Akureyri.

Í hádeginu var ég og Anna Björk að skipuleggja ferð norður. Við erum að skipuleggja ferð norður í Blöndu og ætlum einhverja túra. Við vorum til dæmis að skoða einn túr frá Blöndu, norður á Sigló og suður til Akureyrar og þar gætum við keypt eitthvað gott í matinn eða farið út að borða. Ég held að við förum ekki á Greifann, því að mér skilst á Ása að hann verði ekki að vinna þessa viku. Bömmer. Ég held ég fari norður á mánudagskvöldið næsta og suður á miðvikudag, taki mér semsagt tveggja daga frí. Ég hlakka svo til.

Núna er ég og Karen að spjalla (á msn) um væntalega íbúð okkar á Akureyri sem við ætlum að kaupa. Spennandi. En hún verður ekki keypt fyrr en við eigum bæði karl og börn. Akureyri er nefnilega málið. Við erum búin að finna íbúðina sem við ætlum að kaupa, en þið fáið ekki að vita hver hún verður.

::15:55

 
Mánudagur
Bollur og kakósúpa í hádegismat er það eina sem bjargar þessum degi. Annars eru yfirleitt mánudagar verstir, það er lang mest af fólki sem kemur þá, en þessi dagur virðist vera eitthvað slappur. Kannski er verið að hefna sín á mér fyrir að hafa látið nunnurnar borga í gær. Vonandi léttir álögum fljótlega.

::15:46

HÆ !

Velkomin á síðuna mína. Ég vona að þú eigið eftir að hafa það fínt hérna hjá mér, ég vil helst að þú hagir þér hérna eins og heima hjá þér. Ef þú hefur einhverjar athugasemdir eða hrós sambandi við skrifin mín, þá endilega láttu mig vita.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Ágúst
Siggabeib
Bjarni hýri
Strumpurinn
Gyða Sól
Erlingur

FSS - ný síða!

emOde

gay.com
mbl.is
Spámaður
Hamstur
Betra.net
TheSpark
Love is ...
Búrfell