Gulli : varstu að leita að mér?

Today I am Yes, I am!  |  gulli@love.is  |  Skjalaskápur - Eldra efni  |  Forsíða  

     

20.7.02

 
Nunnur
Heil rúta af nunnum, svona rétt fyrir hádegið. Hvernig tekur maður á því? Er maður eitthvað veikur þegar maður veltir því yfir höfuð hvort að það eigi að vera rukka þær fyrir aðgangseyri? Af hverju hugsar maður svona? Vorkennir maður þeim? Öfundar maður þær? Er maður að bæta þær upp eitthvað sem þær fara á mis við eða ber maður bara virðingu fyrir svona fólki?

Ég rukkaði þær allar, og gaf þeim ekki einu sinni stúdentaafslátt. Síðan leyfði ég þeim að borga í dollurum og tók hann vel undir gengi. Ég efast um að þetta sé syndsamlegt. Þær eru mannverur eins og við. Maður á jú að koma jafnt fram við alla.

::14:14

 
7am
Vaknað í morgun til að fara í fjósið. Ég er víst kúabóndi, staðarhaldari, barþjónn, barnapía og eldabuska þessa helgi. Ætli maður reyni ekki að komast á Kránna í kvöld til að eiga auðveldara með að vakna í fjósið í fyrramálið. Það er jú Murneyrarball.

::12:50
 
Hádegismatur
Grjónagrautur og ýsa, ég hlakka til.

::12:39
 
Máldagi
Í gær, 19. apríl, var undirritaður Máldagi fyrir Þjóðveldisbæinn í Þjórsárdal af Margréti Hallgrímsdóttur, þjóðminjaverði, Má Haraldssyni, oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Friðrik Sophussyni, forstjóra Landsvirkjunar og Davíði Oddsyni, forsætiráðherra. Í tilefni þess var haldin mikil og vegleig veisla í Bænum. Formaður bæjarsjórnar, Friðrik Sophusson, var veislustjóri. Steindór Gestsson frá Hæli, formaður bygginganefndar og fyrrverandi oddviti Gnúpverja flutti ávarp ásamt Jóhanni Má, formanni Þjórsárdalsnefndar. Davíð Oddsson fór mikinn í sinni ræðu og vil ég meina að hann hafi toppað sína fyrri brandara þegar hann var að gantast með að éta eftirrétt og Hæstarétt með ánægju...

Þetta var í fyrsta skipti sem maður var í svona kokteilboði innan um (ég ætla ekki að segja merkilegt fólk) valdhafa þjóðfélagsins. Skemmtilegt fólk. Forsætisráðherran keyrði sjálfur á staðinn ásamt maka sínum, Ástríði Thorarenssen. (ég get næstum farið að skrifa fréttatilkynningar, þetta er svo alvarlegt hjá mér) og verða hérna í Búrfelli í boði Landsvirkjunar alla helgina.

::12:24

 
Guðlaugur Hagalín
Núna er ég búinn að eignast nafna, hann heitir Guðlaugur Hagalín. Guðlaugur er gulbröndóttur fress, einkar gæfur og af góðu kyni. Eigendur Guðlaugs er fjölskylda yfirmanns míns, en ættarnafn þeirra er Hagalín. Er þetta ekki bara jákvætt?

::12:11

15.7.02

 
Merkilegur andskoti
Það er ekkert búið að vera í allan dag hjá mér. Það hefur aldrei verið jafn lítið að gera og nú. Svona til að segja allan sannleikann, þá hefur enginn komið hingað eftir hádegi. Ég hugsaði mér því gott til glóðarinnar, ég er búinn að hana á netinu og horfa á Three Kings. Glóðin (sú sem ég hugsaði hlýtt til) var sú að fara rétt rúmlega fimm. Three Kings var hins vegar ekki búin fyrr en hálfs sex. Ég byrja því að ganga frá og loka (fyrir þá sem ekki vita þá loka ég klukkan sex) en haldið þið ekki að það hafi komið mikið af liði núna, korter í sex. Það er opið 7 tíma á dag og það mæta allir á seinasta korterinu. Hver ól þetta fólk upp?

::18:44
 
Vita þetta ekki allir?
Að síðan mín er ekki bleik, heldur fjólublá?

::11:55

14.7.02

 
Sir
Full rúta af Bandaríkjamönnum kallar mig "sir". Það er nokkuð skemmtileg lífsreynsla. Það vantaði bara Bresku konungsfjölskylduna og athöfnina þar sem ég yrði "aðlaður".

::14:24
 
Staðgóður morgunmatur
Gevalia kaffi, prins polo, Homeblest, skyr.is með hindberjum og sykurmolar. Góð blanda sem kemur manni í gang, inniheldur allt sem maður þarf til að meika daginn: koffein og súkkulaði.

::12:20
 
Safnvörðurinn á Eyrarbakka
Hérna er hann Erlingur að blogga. Það er nú nokkuð gaman að karli. Hann er kennari við Fjölbrautarskóla Suðurlands, FSu og safnvörður á Minjasafni Árnesinga. Hann kom í sína árlegu heimsókn sína upp í Þjóðveldisbæ til að koma réttum upplýsingum um forna staðhætti, hefðir og aðferðir til skila.

::06:24
 
Á dauða mínum átti ég von á
frekar heldur en að mér myndi líka vel við Sjálfstæðismann. Það gerðist samt föstudaginn 12. júlí 2002 klukkan 19:12 og staðurinn er Flísasalurinn í Félagsheimilinu Árnesi sem er í nýsameinuðu sveitarfélagi Skeiða- og Gnúpverja. Ég var nefnilega einn að borða með nýja sveitarstjóranum okkar, henni Ingunni sem er búinn að vera í pólitískaslagnum í Árborg síðasliðin fjögur ár og þar á undan í átta ár á Selfossi. Hún er semsagt Sjálfstæðismaður og er víst af Sjálfstæðismannættum, segja kunnugir mér. Ég ákvað að gefa þessum bláa manni séns og talaði við hana yfir yndislegum kjúklingabringum með gufusoðnu grænmeti, ögn af sósu og karftöflum. Hún er nú bara allt í lagi, kerlingin.

Ég verð samt að pæla í einu sem hún sagði og áður en ég segji ykkur hvað hún sagði þarf ég að gera smá forleik. Hér kemur hann. Ég sagði henni að ég vinni í Þjóðveldisbænum/Búrfellsvirkjun, þaðan og heim til mín eru 15 km. Frá heimili mínu að Árnesi þar sem ég vinn einnig eru 10 km, en Árnes er í gagnstæðri átt við Þjóðveldisbæinn/Búrfellsvirkjun. Þetta fannst henni ofsalegar vegalengdir og skildi ekkert í mér hvernig ég nennti að vera keyra þessar vegalengdir á hverjum degi. Svo þegar hún áttaði sig á því að ég þyrfti náttúrulega alltaf að keyra til baka líka, þá féllust henni hendur. Þetta var of mikið.

Þess vegna spyr ég: Veit hún ekki við hvaða starfi hún er tekin við? Hún er orðin sveitarstjóri í sveitarfélagi sem nær frá Hofsjökli langleiðina niður á Suðurlandsundirlendið? Þessi daglega ferð mín er helmingur af þeirri ferð sem ég ferðaðist á hverjum degi í þrjú ár (tvisvar á dag) í skólabílnum, eldsnemma á morgnanna og seint að kvöldi. Ég kenni hálfpartinn til með þessum Sjálfstæðismönnum, það virðist allt vera svo erfitt hjá þeim.

::06:22

 
Heyr nú og endemi
Ég held að það sé mesti misskilningur að það sé eitthvað sem er unglingavandamál.
Ég var að koma heim frá því að vinna í Pöbbanum í Árnesi. Þar var haldin mikil Kanaríeyjahátið fyrir þá Íslendinga sem fara mikið þangað suður eftir. Skemmst er frá því að segja að þetta helvítis gamla pakk er vandamál íslensku þjóðarinnar. Ég held að það sé ódýrast fyrir okkur öll að leigja bara vél út og flúgja með þetta lið suður. Þetta lið getur tuðað endalaust, vínið er nú ódýrara á Kanarí og svo er það svo nískt að það athugar alltaf í hvert sinn sem maður gefur því til baka hvort maður hafi nú örugglega látið þau fá 10 kall en ekki 5 kall. Og þegar þau eru ekki alveg viss eða eru á báðum áttum hvort ég hafi nú verið að snuða þau, þá setja þau upp lesgleraugun og heimta svo að maður túni upp ljósin svo þau sjái þetta nú betur.

Ég hef heldur aldrei lent í því að kynnast fólki sem veit ekki hvenær það er orðið ágætt að hætta að drekka. Þegar ég fer með vinum mínum, þá hætta þeir þegar þeir eru komnir á ákveðin mörk, en þá er þetta fólk rétt að byrja að dæla klinkinu upp úr vösunum og buddunum og renndu hliðarvösunum til þess að geta fengið sér eitthvað sterkt. Best er nú þegar fólk er að spá í því hvernig það fær sem mestan vínanda fyrir peningana sína. Spyr þá mikið hvað þessi sjúss kostar af þessu og hvað hann innihaldi nú mikið áfengismagn. Næst væri ráð að gefa þeim bara hreinan vínanda í æð. Það myndi spara mér vinnuna og klinkatalninguna þeirra. Þetta væri nú náttúrulega þjóðhagslega hagkvæmt, en þau myndu nú ekki skilja það. Það væri spurning hvort að það ætti ekki að setja upp svona leiki á elliheimilum þar sem fólk getur talið klink. Kannski er hægt að koma með eina rútu upp í Seðlabankann eða í aðra viðskiptabanka og leyfa þessu gamla fólki að telja klink. Þá getum við selt þessar klínktalningarvélar úr landi og minnkað viðskiptahallann, en þá getum við náttúrulega ekki sent liðið til Kanarí og losnað við það fyrir fullt og allt. Þetta er alltaf spurning um fórnarkostnaðinn.

Mig langar aðeins að framlengja þessa klinktalningaleikjarhugmynd mína. Þetta gæti verið eins konar happdrætti eða lotterí. Hvert elliheimili gæti sótt um og svo væri bara skipt út: næsta mánudag verður elliheimilis að Grund, daginn eftir, þriðjudag getur félag eldri borgara á Selfossi mætt o.s.frv. Þið skiljið hugmyndina. Síðan væri jafnvel hægt að gera úr þessu keppni og hvert elliheimili gæti sett saman lið og það yrði náttúrulega eftirsóknarvert að komast í þessi lið. Síðan væri sýnt beint frá þessu í Sjónvarpinu fyrstu þrjú árin. En síðan myndi einhver einkarekin sjónvarpsstöð ganga að Rúv, beygja það fram og taka það í rass. Ætli þetta yrði ekki sponserað af fyrirtækjum eins og Íslenskri Erfðagreiningu eða Útfarastofum.

Nóg um það. Ég hef líka aldrei lent í því að þurfa hreinlega að moka fólki út eftir skemmtanir. Ef að þetta voru ennþá fólk, auðvitað voru þessar hrúgur farnar að lykta þegar maður henti þeim út fyrir dyrnar. En þeir einu sem sjá eftir þessum hrúgum er ÁTVR því að nú minnkar salan og þeir þurfa að fara spara í rekstri. Ætli forstjórinn sé farinn að þrífa skrifstofuna sína sjálfur eins og hann sagðist ætla að gera? Er hann kannski líka farinn að sjá um símaborðið? Við skulum allavega vona að þessar lyktandi hrúgum sem er hent út fyrir dyrnar verði ekki að faraldri, því að þá myndi ekki borga sig að flytja inn áfengi, það væri ekki hagstætt sjáðu til og ríkið myndi hækka skatta til að vinna upp gegn tekjutapinu.

Ég stakk upp á því við yfirmann minn að við myndum kaupa okkur lítinn traktor innandyra fyrir næstu svona Kanaríhátið, því þá getum við verið fljótari að moka hrúgunum út eftir lokun. Það væri hagkvæmt.

::06:10

HÆ !

Velkomin á síðuna mína. Ég vona að þú eigið eftir að hafa það fínt hérna hjá mér, ég vil helst að þú hagir þér hérna eins og heima hjá þér. Ef þú hefur einhverjar athugasemdir eða hrós sambandi við skrifin mín, þá endilega láttu mig vita.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Ágúst
Siggabeib
Bjarni hýri
Strumpurinn
Gyða Sól
Erlingur

FSS - ný síða!

emOde

gay.com
mbl.is
Spámaður
Hamstur
Betra.net
TheSpark
Love is ...
Búrfell