Gulli : varstu að leita að mér?

Today I am Yes, I am!  |  gulli@love.is  |  Skjalaskápur - Eldra efni  |  Forsíða  

     

31.5.02

 
Kosningar - fjör!
Eins og ég sagði ykkur frá Hrunamannahreppi, þá varð H-listinn alveg vitlaus yfir niðurstöðunum. Tveir menn, annar 21 árs og hinn 29 ára komust inn fyrir hönd A-listans. Nú er einn af hinum þriggja sem kom inn fyrir H-listann að slíta samstarfi við listann sinn því að hann er svo hneykslaður yfir því hvernig flokksmenn hans tóku niðurstöðum. Nú er hann semsagt að fara í meirihlutasamstarf með A-listanum og H-listinn sem var sigurvegari kosninganna lendir að öllum líkindum í minnihluta. Þá verður þessi maður oddviti sveitastjórnarinnar og svo verður ráðinn sveitarstjóri. Þetta er svo geðveikt og gott á þessa fitubollur sem halda að þeir eigi allt. Síðan er þetta líka spurning um lýðræði. Er þetta lýðræði?

::00:28
 
Hvanneyri
Nú er ég staddur á Hvanneyri með Bjarna. Við erum í heimsókn hjá Heiðu. Á morgun förum við snemma með Baldri til Tálknafjarðar. Ég hlakka svo til. Við erum að fara skemmta okkur á sjómannadagshelgi á Vestfjörðum. Ég held að það verði spes.

Var annars að vinna í dag. Óskar fékk eitthvað stresskast í morgun í ræktinni og kallaði alla (mig og Rannveigu) fyrr til þess að vinna. Ég mætti því rétt fyrir hádegi og var ekkert búinn að pakka niður fyrir helgina, en ég ætlaði að nýta morguninn í það. Óskar tók það í burtu :( En ég var semsagt í dag að djúphreinsa alla stóla sem Argentína á. Síðan er ég búinn að þurrka af öllu og bera húsgögn milli hæða. Forsagan er sú að það var verið að taka koníaksstofuna í gegn og mála og húsgögnin voru á 2. hæð. Stiginn er by the way mjög þröngur og leiðinlegur. Þau voru svo búin að lofa að ég fengi að fara fyrr til þess að geta pakkað niður. Svo var allt á svo skítafloti, ég vil kenna því um að það voru allir í kaffi í dag og ég var sá eini sem var að vinna ;) en það er í lagi, því að það er ekki í fyrsta skipti og það þykir mér ekkert leiðinlegt. Síðan fékk ég í staðinn rjómapasta. Ég náði svo rétt að komast heim áður en Will & Grace byrjuðu en ég þurfti að nota tímann til þess að senda email á meðan og skrifa og það var frekar erfitt en samt skemmtilegt. Ég er semsagt að reyna troða ráðstefnunni í Kaupmannahöfn í Ágúst saman, en það gengur eitthvað illa því að það er allt pókað. Hver myndi giska á að það væri allt bókað í flug í ágúst? Erum við ekki Íslendingar? Planar einhver annar en ég fram í tímann. Ég held allavega að þetta sé eitthvað nýskeð. Ég þurfti semsagt að senda þeim sem ætla með til Köben dagskránna yfir ráðstefnuna. Síðan þurfti ég að senda honum Morten bréf til að útskýra vandamál íslensku sendinefndarinnar. Var líka að reyna að fá hann til að finna flug fyrir okkur. Ég efast samt um að það komi eitthvað upp.

Síðan þegar ég var semsagt búinn að vinna þá þurfti ég að fara beint upp í Landsvirkjun, Háaleitisbraut, því að systir mín var búinn að senda gönguskóna mína, lopapeysuna, síðar og fleira suður úr Búrfelli. Hún er æði þessi stelpa! Takk Vala. Þar var líka þessi yndislega næturvörður sem var líka í þessu þrusu skapi! Elska svona fýlu menn í uniformum!

::00:22


29.5.02

 
MTVe
Við erum komin með MTVe í sambýlið. Dagurinn í gær var svona guys-theme. MJÖG skemmtilegt!

::16:30
 
Hrunamannahreppur
Ég hef slúður um kosningar í Hrunamannahreppi, en ég ætla að bíða með þær. En ég veit að ef þetta myndi fréttast og þetta væri að gerast í Reykjavík, ÞÁ VÆRI ALLT VITLAUST ;)

::16:29
 
Ricky Martin is mine!
Ég þekki strák sem þekkir stelpu sem þekkir konu sem greiðir Ricky Martin og sú kona segjir að Ricky sé svo gay! Ætli ég geti látið konuna sem þekkir stelpuna sem þekkir strákinn sem þekkir mig koma á deiti?

::16:29
 
Mig langar líka!
Ég er loksins búinn að vinna. Mikið var kvöldið strembið: það voru 3 VIP borð. Frekar erfitt og öll í lystauka, forrétti, millirétti og fleiru og fleiru. Gekk vel. Til hamingju með afmælið Gummi frændi. Í fyrramálið er ég að fara keyra Freyju frænku og Heiðu út á völl. Vildi óska að ég væri að fara með þeim á Benedorm. Væri ALVEG til í það. En ég fer í staðinn á Tálknafjörð um helgina, sem minnir mig á að ég þarf að fara upp í Samtök á morgun til að kaupa fána og fleira dót fyrir GayPride á Tálknafirði.

::02:31

28.5.02

 
Heppni!
Mikið er ég feginn að hafa eytt hálftíma í að plokka naglana mína undan um seinustu helgi, og líka að hafa ekki verið neitt á Akureyri

::03:35
 
Takk fyrir mig!
Sigga kom með ís á sunnudaginn sem ég, hún og Ágúst átum úti í garði. Það var rosalega gaman. Takk fyrir mig enn og aftur Sigga! Það var nokkuð sérstakt að sitja úti í fjölbýlishúsargarði og borða ís. Það væri ekki eins og allir væru að horfa.

::03:29
 
Allir í bænum
Þegar ég fór í bæinn á laugardaginn hitti ég ROSALEGA mikið af fólki sem ég þekkti. Það var rosalega gaman. Ég hitti mikið af fólki sem ég hitti rosalega sjaldan. Ég hitti til dæmis hana Erlu sem ég hef ekki hitt síðan í Verzló eða eitthvað. Hún kvartaði undan því að ég hefði ekki tengil á hana. Hér er hann, gjörðu svo vel Erla mín ;)

::03:28
 
Afmæli
Sverrir og Halli eru bræður en samt ekki tvíburar. Þeir eiga afmæli í dag og þeir eru líka frændur mínir. MAGNAÐ!

::03:26
 
Kosningar til sveita
Ágúst hvatti mig til að segja ykkur ögn frá því hvernig fólk úti á landi kýs sér sveitarstjórn. Þegar það kom í ljós að atkvæðaseðlarnir hefðu verið vitlaust prentaðir með því að víxla listabókstöfunum. Kjörstjórn ætlaði bara að loka fundi og boða til kosninga viku seinna. Sveitin mín heima var semsagt að sameinast annarri sveit þannig að nú eru Gnúpverjar og Skeiðamenn í einu sveitarfélagi, en formlega ekki fyrr en 9. júní.

Kjörstjórn ætlaði semsagt bara að halda kjörfund seinna. Tveir listar voru í framboði A-listi og L-listi. Ég vil halda því fram að A standi fyrir Alvöru fólk og L standi fyrri Lúðar. Þannig að þið vitið líklega hvorum megin ég stend. A-listafólk fór strax og ræsti út prentsmið til að prenta nýja kjörseðla. Kjörnefnd lokaði bara fundi og fór heim. L-listafólk hélt bara áfram að mjólka beljur eða eitthvað. Kjörfundur opnaði klukkan 10:30 og var lokað 10:31, enginn náði að kjósa. Kjörnefnd var ekki einu sinni svo séð að gefa út fréttatilkynningu í fjölmiðla. Ég þurfti að gera það. A-listinn ræsti svo út kjörnefnd þegar þeir voru búnir að prenta seðlana. Kjörfundur náði að byrja fyrir klukkan eitt.

Það sem mér fannst merkilegast var að einn meðlimur kjörnefndar gaf opinberlega út þá yfirlýsingu að hún vildi ekki telja atkvæðin því að það hefðu svo margt A-listafólk mætt á kjörstað að það væri ekki sanngjarnt að telja atkvæðin. HVER HLEYPIR SVONA FÓLKI Í KJÖRNEFND? Það er bara ein tegund af fólki: Sveitafólk! Úrslitin voru svo þannig að A-listi fékk 151 atkvæði og L-listi 154 atkvæði. A-listi fékk þá bara 3 sveitarstjórnarfulltrúa en L-listinn 4. Sorglegar niðurstöður en staðreynd þó.

Ég get sagt ykkur frá öðru sveitarfélagi og kosningum þar; Hrunamannahreppi. Þar kom einn listi fram tíu mínútum fyrir 12 þann laugardag sem var seinasti dagur til að skila lista til kjörnefndar. Fram að þeim tíma höfðu þeir aðilar þvertekið fyrir það að vera taka sig saman um að vera með lista. Þeir ætluðu að ná sjálfkjöri, það sem þeir vissu ekki var að ef einn listi býður sig fram þá framlengist fresturinn sjálfkrafa til að annar listi geti boðið sig fram gegn honum. Það kallast að vernda lýðræðið.

Í ljósi þess að þessir menn höfðu neitað að vera mynda lista þótti sumu fólki ekki sanngjarnt að hleypa þeim í sjálfkjör. Þess vegna var ungt fólk á þrítugsaldri sem kom gegn þessum H-lista (Hálfvitar) og myndaði A-lista. Kosið var um 5 sveitarstjórnarsæti. H-listinn náði inn 3 mönnum en A-listinn (ungt fólk) náði inn sínum öðrum manni á einu atkvæði. Annar maður á sæti A-listans er bekkjarbróðir minn úr Flúðaskóla. Hann sat því inni í hreppsnefnd á einu atkvæði. H-listinn var svo brjálaður á niðurstöðum að hann gekk upp að A-listamönnum og stuðningsmönnum og næstum því gekk í skrokk á þeim. H-listinn átti frammi hótunum og öðrum hlutum sem voru þeim ekki til framdráttar. Þeir kröfðust endurtalningar á grundvelli því eina atkvæði sem annar maður A-listann sat inni á. Úr seinni talningu var munurinn orðinn meiri og A-listinn sat inni á 5 atkvæðum.

Núna sér fólk mest eftir því að hafa kosið H-listann. Hver getur haft það á samviskunni að hafa kosið yfir sig fólk sem lýgur í fyrsta lagi til að fá sjálfkjör og hafa í frammi hótunum þegar það kemur í ljós að lýðræðið hafnar þeim að hluta.

Hverjum langar ekki til að fylgjast með kosningabaráttu úti á landi í framtíðinni? Ég er að skipuleggja hópferð á lítinn stað eftir 4 ár. Hægt er að skrá sig hér.

::03:25

HÆ !

Velkomin á síðuna mína. Ég vona að þú eigið eftir að hafa það fínt hérna hjá mér, ég vil helst að þú hagir þér hérna eins og heima hjá þér. Ef þú hefur einhverjar athugasemdir eða hrós sambandi við skrifin mín, þá endilega láttu mig vita.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Ágúst
Siggabeib
Bjarni hýri
Strumpurinn
Gyða Sól
Erlingur

FSS - ný síða!

emOde

gay.com
mbl.is
Spámaður
Hamstur
Betra.net
TheSpark
Love is ...
Búrfell