Gulli : varstu að leita að mér?

Today I am Yes, I am!  |  gulli@love.is  |  Skjalaskápur - Eldra efni  |  Forsíða  

     

10.5.02

 
Barnaspítali Hringsins
Mikið rosalega er gott netið hérna hjá Barnaspítala Hringsins. Ég er í tölvunum ásamt öllum hinum börnunum. Ég kem deffenetly hingað oftar til að komast á netið: engin bið! Annars svona for your information þá er ég hérna með litlu systur minni. Ég legg það ekki í vana minn að fara í tölvuver Barnaspítalans. Jæja, það er komin röðin að Heiðrúnu. Heyrumst!

::17:10
 
Uppstigningardagur
Dagurinn fékk nýja merkingu hjá mér í dag: ég steig upp úr sófanum eftir 10 tíma gláp á sjónvarpið. Ég get satt að segja ekki talið upp allt það sem ég hef horft á. Enda var pöntuð pizza, keypt MIKIÐ af sælgæti og keyptur kassi af Prins Polo sem er núna alveg að verða búinn. Mér finnst ég eitthvað svo ónýtur.

::02:05
 
Árni Johnssen
Ég sá Árna í Kastljósinu í kvöld. Mikið rosalega á maðurinn á bágt. Ég vildi að maður hefði tekið viðtalið upp, því að þetta reyndist vera ágætis skemmtun. Það var nokkuð sem stóð þó algjörlega upp úr. Hann sagði í lokin að þetta hefði ekki breytt sér. Hann sagðist ekki hafa stolið. Hann sagðist ekki hafa skaðað neinn. Síðan sagðist hann hafa fengið kveðjur og hvatningar frá fólki út um allt land, jafnvel frá fólki sem hann þekkti ekki neitt. Er það eitthvað til að hreykja sér af? Fær maður ekki einmitt kveðjur og hvatningar þegar maður er annaðhvort: a) veikur eða b) búinn að vinna eitthvað? Vann Árni einhver verðlaun? Mín niðurstaða er því sú að hann er veikur, en samt ekki það veikur að hann sé ósakhæfur.

Árni sannar tvennt: Það borgar sig ekki að vera Sjálfstæðismaður og það borgar sig ekki að vera eini þingmaðurinn sem kaus gegn Staðfestri samvist samkynhneigðra. Nature finds it way.

::02:05


7.5.02

 
Bjarni...
... er byrjaður að blogga HÉR. Hann er alveg hýr skýr.

::18:20
 
La Primavera - again - taka 2
Fór á La Primavera í hádeginu. Svona rétt til að prófa röndina á nýja VISA-kortinu mínu, ég fékk mér Svarta kortið, vonandi fer ég á enga svarta lista núna. HA HA (næstum jafn fyndið og komandi mjólkurbílsbrandari) Svo er þetta líka svo góð leið til að rækta sjálfan sig. Kostar bara 1990 krónur næstum jafn dýrt og fara á Kentucky.

Í dag fékk ég mér karamelluís. Ég held að ef ég kaupi mér íbúð í miðbænum, þá kaupi ég REX og innrétti hana sem íbúð, þá er aldrei langt að fara á La Primavera og ekkert svo langt, allavega styttra að fara í vinnuna og í skólann.

Jæja, ætla að fá mér glimmer í hárið og horfa á Survivor síðan í gær. Bæ bæ.

::18:19

 
Bjössi úti að aka
Björn Bjarnason frambjóðandi til borgarstjórnar Reykjavíkur leikur í auglýsingu á vegum síns flokks. Þar er hann alveg úti að aka í borginni sinni í bókstaflegri merkingu, það er alveg spurning hver hafi komið með hugmyndina að þessari "snilldar" auglýsingu hjá þeim. Kannski Björn sjálfur þegar hann hefur verið á kosningafundi og sagðist alveg vera úti að aka. Sjálfstæðismenn vissu að þetta væri búið spil, þeir ættu bara of mikinn pening í kosningasjóðnum og ákváðu að búa bara til eitthvað grín. Þeirr framboð er greinilega grín. Þetta hefði samt verið fyndnar ef hann hefði verið á mjólkurbíl og hið fræga Bjössi á mjólkurbílnum-lag hefði verið spilað undir.
Annars var ég að tala við harðan Sjálfstæðismann áðan í símanunn um þetta og takið eftir því að það var ekki ÁgFlyg. Þessi harði Sjálfstæðismaður viðurkenndi fyrir mér að Björn væri út að aka, en væri bara svo duglegur maður. Þetta er líka sagt um geðveika, þeir vinna svo hart að því að vera geðveikir.

I rest my case.

::18:15

 
Hnerri
Ég var að hnerra rétt í þessu. Þetta var einn sá mesti hnerri sem ég hef búið til, enda var þetta góð fullnæging. Þetta var hnerri með gumsi og öllu. Gumsið lenti á tölvuskjánum mínum og myndaði þetta fína mynstur, ég er allavega ekki búinn að þrífa það af.

::00:35
 
Heilbrigður vinnustaður
Ég komst að því í kvöld að ég vinn á alveg frábærum vinnustað. Allir í vinnunni eru duglegir að þroska hommann í sjálfum mér. Allir hjálpast að við að spurja ótrúlegustu spurningar og svo erum við í djúpustu pælingum. Við komumst til dæmis að því að ef karlmennska væri mæld í typpalengd væri helvítið hún Guðrún í vinnunni með a.m.k. 30 kílómetra undir sér.

Á meðan ég var svo að skrifa þetta var ég einnig að ræða við Ágúst á MSN. Hann staðfesti þessa pælingu okkar í vinnunni. Hann ætlar að fá sér jeppa þegar hann er orðinn olíufursti, eða typpaframlengingu eins og hann kallaði það.

Talandi um MSN. Ef einhver hefur áhuga að bæta mér á MSN-listann sinn, þá er það hægt með: gnupverji@hotmail.com

::00:31

 
Heilbrigður vinnustaður
Ég komst að því í kvöld að ég vinn á alveg frábærum vinnustað. Allir í vinnunni eru duglegir að þroska hommann í sjálfum mér. Allir hjálpast að við að spurja ótrúlegustu spurningar og svo erum við í djúpustu pælingum. Við komumst til dæmis að því að ef karlmennska væri mæld í typpalengd væri helvítið hún Guðrún í vinnunni með a.m.k. 30 kílómetra undir sér.

Á meðan ég var svo að skrifa þetta var ég einnig að ræða við Ágúst á MSN. Hann staðfesti þessa pælingu okkar í vinnunni. Hann ætlar að fá sér jeppa þegar hann er orðinn olíufursti, eða typpaframlengingu eins og hann kallaði það.

Talandi um MSN. Ef einhver hefur áhuga að bæta mér á MSN-listann sinn, þá er það hægt með: gnupverji@hotmail.com

::00:31


6.5.02

 
"Burning down the house!"
Í dag var: "Gulli-and-Bjarna's-day-of-fun". Hann byrjaði á Kaupfélaginu með smá af Héðni, súkkulaðiköku, vatni og gömlum körlum á næsta borði. Síðan fórum við í Perluna að skoða Vestfirði á sýningunni: Perlan Vestfirðir, frumlegt og gott.
Síðan eyddum við öllum deginum að undirbúa sáðlát. Við ætluðum nefnilega á Spiderman. Aðalleikarinn er nefnlega endalaust sætur, ef þið hafið ekki tekið eftir því. Við vorum mættir mjög tímanlega í Smárabíó, en þá var bara uppselt á átta-sýninguna. Bömmer! Við keyptum þá bara miða á hálf tíu sýninguna. Við urðum að fá sáðfall! Við ákváðum þá bara að fara heim, panta pizzu og horfa á Will & Grace. Síðan þegar við mætum upp í Smárabíó, þá er bara fullt af löggubílum, slökkviliðsbílum og sjúkrabílum. Auðvitað varð ég strax æstur. Fattaði ekkert að það gæti verið eitthvað að. Síðan þegar við erum búnir að leggja og við erum á eina bílnum á bílastæðinu stendur lögga upp við stærsta typpi í heimi. Hann var meira að segja ótrúlega sætur en sagði okkur að það hefði kviknað í og við fengum ekki sáðfall, allavega ekki fyrr en hann væri búinn á vaktinni.

Við enduðum þá bara á videoleigu, við förum bara seinna í Smáralindina/Skaufann og fáum sáðfall þá, líklega betur undirbúnir. Ef að það poppið varð svo heitt undan honum Tobey Maguire þá veit ég ekki hversu stór bruni þetta hefði verið ef að mér og Bjarna hefði verið hleypt inn í bíóið. Þess má líka geta að Tobey lék einu sinni skápahomma í myndinni Wonder Boys, gott að horfa á hana líka.

Best að fara að sofa. Nema að rúmið fari bara að loga. Þá sef ég líklega ekki mikið.

::01:32


5.5.02

 
VISA
Segulrönd kortsins míns eyddist upp í dag. Ég verslaði og verslaði! Keypti föt, geisladiska, sokka og mat. Held að það hafi verið nokkrir tugir þúsunda. Ekki slæmt á einu laugardagseftirmiðdegi. Kringlan er alveg að spara manni sporin milli verslana. Verst að geta ekki bara greitt allt í einu lagi þegar maður myndi yfirgefa bygginguna. Segulröndin myndi eyðast minna upp. Keypti tvo diska, annan með Robbie mínum Williams og hinn er með ástunum mínum í Blue. Þeir eru að koma til landsins núna í maí að taka upp myndband. Ég er á lista yfir hugsanlega "aðstoðarmenn". Ég vona að ég komist að.

Annars er ég að fá annað VISA kort eftir helgi. Þannig að ég hef engar áhyggjur að geta ekki verslað eitthvað meira þó að heimildin sé búin á þessu korti... VISA, lengir lífið!

::04:44

 
enn þegjir sturtan þunnu hljóði við bónorði
Var að koma heim úr vinnunni. Ekkert er betra en að fara í MJÖG heita sturtu eftir svona vel heppnaða vinnu. Mikið var þetta erfið og skemmtileg vinna. Húff. Kokkarnir (namm namm) eru alltaf jafn hressir í kvöld spurði Ingvar mig á hvaða hljómfæri ég myndi spila ef ég væri í Sinfoníuhljómsveitinni. Ég skellti mjöðminni til hliðar, hugsaði málið og sagði svo: Harpa, ég myndi spila á Hörpu. Þá sagði Ingvar: Hörpu? Ég sem hélt að þú myndir spila á FAGGOT! Ingvar er að koma sterkur inn núna. Það verður gaman að sjá gengisbreytingarnar á honum næstu kvöld. Vúhú!

Mikið var ég annars fegin að helvítis pussan hún Guðrún var að vinna í uppvaskinu í kvöld. Mikið rosalega er hún mikill kjaftur. Ég er semsagt opinberlega með titilinn Kokkasuga Argentínu. Ekki amalegur vinnutitill.

::04:40

HÆ !

Velkomin á síðuna mína. Ég vona að þú eigið eftir að hafa það fínt hérna hjá mér, ég vil helst að þú hagir þér hérna eins og heima hjá þér. Ef þú hefur einhverjar athugasemdir eða hrós sambandi við skrifin mín, þá endilega láttu mig vita.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Ágúst
Siggabeib
Bjarni hýri
Strumpurinn
Gyða Sól
Erlingur

FSS - ný síða!

emOde

gay.com
mbl.is
Spámaður
Hamstur
Betra.net
TheSpark
Love is ...
Búrfell