Gulli : varstu að leita að mér?

Today I am Yes, I am!  |  gulli@love.is  |  Skjalaskápur - Eldra efni  |  Forsíða  

     

4.5.02

 
Vaknaður! - eftir allt
Jæja, ég ætlaði að gera tilraun hvort að maður gæti sleppt úr nótt. Það er víst ekki hægt. Ég sofnaði svona ca. hálf ellefu. Náði að horfa á myndina "Hope floats" með Söndru Bullock. Hressandi svona eldsnemma á laugardagsmorgni. Var samt vaknaður klukkan eitt. Þá var Freyja búin að þrífa íbúðina. Nú er ég farinn að strauja VISA i Kringlunni. Sjáumst þar!

::14:31
 
Aðdáandi
Ég frétti að ég ætti mér aðdáenda sem blogger líka.

TÓTA VILTU SENDA MÉR EMAIL SVO ÉG GETI LESIÐ ÞAÐ SEM ÞÚ SKRIFAR!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!


Ástaþakkir

::08:28
 
Bónorð og Skúli Fúli
Ég var að bera upp bónorð við sturtuna mína. Hún svaraði engu. Þess vegna skrúfaði ég bara fyrir. Hún er alveg endalaust þægileg þegar maður er búinn að vera LENGI úti að djamma og skemmta sér. (hmm.. djamma OG skemmta sér... jæja). Síðan fór ég út á svalir til að þurrka mér. Það var ansi notalegt. Sponsið mitt varð að vísu að engu, en það er allt í lagi því að það eru allir sofandi í hverfinu mínu, þeir sem eru vakandi eru annaðhvort í leigubílum eða ennþá niðri í miðbæ. Svo eru náttúrulega vaktskipti hjá lögreglunni núna, þannig að í raun eru tvöfaldur skammtur af karlmönnum í uniformum á ferli. Ég get alveg fengið einn í heimsókn núna. Sólin er löngu komin upp og lets face it, klukkan er hálf sjö og ég er ALLS EKKI þreyttur, er nokkuð til betri stund til að blogga?

Ég verð eiginlega að segja ykkur frá deginum mínum.

Kæra dagbók.
Ég vaknaði frekar seint í morgun, um hálf tólf. Ég var búinn að ákveða að læra ekkert í dag út af því aðég var að fara í próf klukkan hálf tvö. Síðan fór ég til Helgu babe því að við ætluðum að fara saman í lögfræðiprófið. Við fórum út í sjoppu til að byrja mig upp af karíus og baktus til að halda mér vakandi og við efnið í prófinum. Glæsilegt. Mikið rosalega var gaman að sjá öll sömu andlitin og maður er búinn að eyða með í allan vetur. Ég var næstum búinn að gleyma hvernig þau litu út. En þau höfðu nú lítið breyst.

Mig langar ekkert að tala um prófið núna, ég tala um það þegar niðurstöðurnar eru komnar og til þess að gera þetta blogg ekkert of langt, því að mig langar rosalega mikið að fara lesa bók Emmanúels og klára hana áður en sundlaugin opnar, hún opnar eftir rúman klukkutíma.

Höldum áfram.

Prófið búið. Ég skutla Helgu heim sem skiptir um föt. Við förum heim til mín og ég skvera mér í jakkaföt, svarta skyrtu og með appelsínugult bindi. Endalaust getnaðarlegur. Síðan förum við að sækja Völu Svölu. Næsti áfangastaður er La Primavera. Og vegna þess að ég er búinn að sofa út um allan bæ og á réttum stöðum, þekkti ég yfirþjóninn og eigandann (sami maðurinn). Hann gefur okkur kampavín. Ég varð nú allavega að drekka úr mína. Mikið rosalega var það gott! Ég fór snögglega yfir það í huganum af hverju ég hafði hætt að drekka, Ásta var ekki lengi að minna mig á af hverju, Helga kláraði úr glasinu mínu. Ég fann örlítið á mér. Give me a break, ég er búinn að vera edrú í tvö ár!

Svona til að informera ykkur þá erum við fimm úti að borða; ég, Helga, Ásta, Vala og Þóra. Öll að fagna að hafa klárað prófið í Almennunni. Síðan panta ég mér forrét og aðalrétt. Það geri ég alltaf, en stelpurnar létu sér nægja að fá sér bara aðalrétt. Mikið rosalega er ég feginn að hafa fæðst karlmaður (að ég tali nú ekki um að hafa fæðst hýr karlmaður) því að þá get ég borðað meira, líffræðilega séð sko! Pantaði mér Mozarella-ost og kjúklingabringu. Namm namm, gott gott.

Umræðurnar yfir matnum voru ÆÐISLEGAR, mikið rosalega hlakka ég til þegar okkar kynslóð er búin að menta sig og komin til valda. Mikið rosalega erum við orðin þreytt á “jákvæðri” mismunun. Við leystum á korteri fordóma gagnvart fjölskyldum. Lausnin er ofureinföld og skrýtið að engum hafi dottið hún í hug fyrr. Við komum barneignum út úr fjölskyldunni. Já og það á MJÖG einfaldan hátt. Fyrst þurfum við að líta á eitt: við erum öll manneskjur, en við vorum svo heppin að hafa mismunandi umbúðir. Þessar umbúðir hafa löngum valdið hryllingi, stríði og hatri sem byggist allt á fordómum sem byggist allt á kunnáttuleysi. Ef allir myndu horfa á hvað við eigum sameiginlegt í stað þess að einblína á hvað er ólíkt, þyrftum við ekki að eyða MÖRGUM milljörðum króna í her og stríðsrekstur. Auðvitað er mér alveg sama um þessa helv... peninga. En á bak við peningana er vinna fólks, vinna fólks frá fjölskyldum þeirra og ástvinum. Einstaklingar heimsins hafa þurft að vinna fyrir ríkið svo að það geti skattlagt og rekið stríð og hrylling. Come on!
Ég ætla að fara koma mér að efninu. Það yrði þegnskylda hvers karlmanns að rúnka sér í krukku. Setjum það upp að þeir fengu bara borgað fyrir að rúnka sér. Svona ca. þann tíma sem færi í það. Ef við gerum ráð fyrir að hvert rúnk taki hálftíma þá væri hægt að borga svona ca. 500 krónur fyrir hvern skammt. Strákar á aldrinum 16-18 yrðu látnir sjá um þetta. Þeir gætu líklega bara farið í Brundbankann þangað til þeir mættu gefa blóð í Blóðbankanum, jafnvel væri hægt að sameina þessa starfsemi undir Líefnabankann. Þegar þeir væru orðnir 18 ára væru þeir gerðir ófrjóir. Þá þurfum við allavega ekki að hafa áhyggjur af því að það komi einhver “slysbörn”. Konur þyrftu einnig að skila af sér eggjum og á einhvern svipaðan hátt, líklega tæki það meira en hálftíma að sækja það, þó ég hafi ekki hugmynd um það, enda afar ófróður um kvenlíkamann.

Þarna er komin forsenda að hugmyndafræðinni okkar. Síðan myndi hver einstaklingur leggja inn umsókn til Getnaðarstofnunarinnar á vegum ríkisins um að eignast barn. Það gæti verið einstaklingur eða par. Einungis þyrfti að sýna fram á andlegt heilbrigði og láta það koma fram hver yrði skráður foreldri eða hverjir. Síðan gætir þú beðið um að fá ferli A eða B.

Ferli A myndi fela það í sér að stofnunin myndi útvega “leigumóður”. Það yrðu konur á skrá sem vilja ganga með börn og fá borgað fyrir það. Við sáum það fyrir okkur þannig að konurnar gætu unnið á almennum vinnumarkaði þangað til á svona ca. 7 mánuð, fara þá á launaskrá hjá Getnaðarstofnuninn og vera á launum hjá henni í svona ca. 4-5 mánuði fyrir að ganga með barnið. Laun fyrir að ganga með barnið væri greitt úr ríkissjóði. Sá einstaklingur eða par sem myndi sækja um barn þyrfti að borga einhvert afgreiðslugjald til stofnunarinnar fyrir hverja “blöndu”, við sáum fyrir okkur að hún yrði á bilinu 50-100 þúsund krónur.

Ferli B myndi vera þannig að ef einstaklingurinn sjálfur eða annar aðili væri kona, þá gæti hún fengið að ganga með barnið sjálf. Þá yrði samt að greiða afgreiðslugjaldið og hún fengi ekki borgað fyrir að ganga með barnið, því að það yrði stefnan að setja alla í gegnum ferli A enda leiðir það til meiri hagkvæmni í þjóðfélaginu. Þjóðfélag nýtur sín best og er á bestum afköstum þegar einstaklingar þess sérhæfa sig í einhverju. Konur gætu því sérhæft sig í að ganga með börn fyrir stofnunina og stofnunin gæti rekið sérstakt námskeið eða stjórnað meðgöngunni svolítið. Ekki vitlaust ha?

Í ferli A yrði meira svona bara hringt í foreldra/foreldri þegar leigumóðirin er komin með hríðir og hviss bæng, þú gætir verið komin upp á spítala að taka á móti barni. Þetta yrði svona eins og panta í póstkröfulista, nema bara miklu persónulegra. Við sáum líka fyrir okkur að umsóknirnar gætu verið að einhverju leyti á netinu, það er jú framtíðin og þetta líka. Best að láta það fylgjast að.
Hvernig hljómar þetta annars?

Það besta við þetta allt saman er að þegar allur heimurinn er kominn í þetta snilldar batterí, þá fer fólk að eignast börn sem eru bara annaðhvort, gul, hvít eða svört, lítil eða stór. Ekki flókið. Maður myndi ekki horfa á systkini sín endilega sem spegilmynd af sjálfum sér eða horfa á húðlitinn þeirra, heldur meira pæla í innilhaldinu.

Allt í lagi, við ræddum líka annað. Við ræddum Íslenska Erfðagreiningu, svona til þess að gera langa sögu að örsögu; þá vildu stelpurnar finna gay-genið. Það vildi ég ekki. Ég vildi finna þetta helvítis str8 gen og eyða því.

Ætli ég klári ekki umræður á La Primavera seinna, ef einhver hefur áhuga, en þá er best að hafa samband við mig og minna mig á það. Fékk mér svo eitthvað sjúklega gott í eftirmat. Eitthvað sem skildi eftir bleytu í klofinu mínu. Ég panta hann sko aftur, þetta er með jarðarberjum og bláberjum, ENDALAUST GOTT. Ég mæli með því! Annars voru mjög margir frægir á La Primavera, segji ykkur frá því ef þíð hafið áhuga.

Næst fórum við á Nelly’s. Ekki gaman, jú bara fínt, en ekkert í líkingu við það sem koma skyldi. Er einhver að lesa svona langt? Ég þarf að fara hætta. Klukkan orðin korter yfir sjö. Sólin er orðin sterk og ég er ekki kominn í stuttbuxur. Svo fórum við á NASA. Snorri var að vinna sem þýðir frítt inn. Vei. Síðan hitti ég ástina mína hann Bjarna og Soffíu og Gunna. Þau voru svona endalaust hress. Bjarni líka svona alveg á eyrunum. Síðan dönsuðum við og dönsuðum. Ég og Bjarni vorum eins og fífl. Létumst eins og við ættum hvorn annan, stundum leit fólk á okkur og þá fannst mér ég skilja það sem: “Má þetta?” En Bjarni skildi það sem: “Má ég vera með?” Þetta er svolítið til að skilgreina muninn á okkur. Síðan sáum við nokkra skápa, en þeir voru ekki sætir þannig að við vorum ekkert að sprengja utan af þeim skápinn. Síðan reyndum við nokkrar stelpur. En þær höfðu ekki áhuga. Kannski höfðu þær áttað sig á því að við vorum gay. Aldrei að vita. Okkur leið samt frekar illa. Síðan þegar við litum í kringum okkur vorum við bara tveir einir eftir. Úbs a deisí. Þannig að við fórum bara rúnt í bænum. Löbbuðum í þessu yndislega kalda veðri sem Ísland býður upp á. Klukkan var hálf fjögur. Síðan fórum við á Hlölla. Hittum Rúnu sem er vinkona Hreiðars. Borðuðum öll Línubát. Rosafjör. Síðan kom Bentína Sigrún og Linda og Linda. Síðan fór Linda og Rúna heim. Þannig að það var bara ég, Bjarni, Bentína Sigrún og Linda. En fljótlega kom Fríða og kærastinn hennar sem vildu fá að vita hvort að ég og Bjarni vorum gay (þá var ég nýbúinn að setja varagloss á mig, kom upp um mig...) og Bjarni hefði kýlt þau ef að hann æfði box. Þarna voru þau heppin. Síðan hengum við á Amsterdam og hlustuðum á Gos. Síðan keyrði ég Bjarna heim og við förum á Stöðina og fengum okkur fullnægjingu; gos og súkkulaði. Síðan komst ég að því að Bjarni á mjög auðvelt með að tala þegar hann er fullur og hann hefur mjög gaman af því.
Las einhver svona langt?

Síðan er ég kominn hérna heim, búinn að biðja sturtunnar, þurkka mér á svölunum og í þessum töluðu orðum var Freyja að koma fram. Ég hafði vakið hana með öllu þessu hamri á takkaborðið. Þetta tók ekki nema hálftíma að skrifa. Fingrasetningin úr Flúðaskóla kemur sér alltaf vel.

P.s. ég er í Fókus í dag. Myndast bara nokkuð vel.

::08:26


3.5.02

 
phúff...
Prófið er búið. Ég sit sveittur í Árnagarði að bíða eftir restinni. Nú verður sko bloggað, notið sumarsins og unnið sér inn peningar. Ég auglýsi ennþá eftir vinnu. Vonandi deyrð þú og mér verður boðin vinnan þín.

La Primavera, here I come! Held meira að segja að ég fari í ATVR og kaupi mér bjór, einn eða tvo. Annars hlakka ég mest til að þurfa ekki að lesa meiri lögfræði. Næst ætla ég að fá ógeð á stjórnmálafræðinni. Það verður nú hressandi. Vúhú.

Sigga þarf endilega að fara bjóða mér með í ís.

::18:06


28.4.02

 
Afmæli
Árni Grétar á afmæli í dag. Hann er 19 ára. Ingvi og Ómar áttu afmæli 19. apríl. Sorry að ég gleymdi að blogga það inn strákar :s

::15:45
 
Þjóðhagslegur sparnaður?
Ég var að vinna í gær. Ekkert mál. Mjög gaman. Við fórum aðeins á Vínbarinn á eftir, því að Ísey var að vinna seinasta kvöldið sitt. Í dag á Kjartan sinn seinasta vinnudag :( Þegar ég keyrði heim keyrði ég á eftir leigubíl alla leiðina heim. Það kom í ljós að fólkið sem tók leigubílinn á heima í næsta stigagangi. Spurning hvort ég taki ekki fólk heim í leiðinni næst og rukki þau um 2000 kr. Svona rétt aðeins til þess að gera budduna þyngri. Það yrði líka þjóðhagslega hagkvæmt.

::15:44

HÆ !

Velkomin á síðuna mína. Ég vona að þú eigið eftir að hafa það fínt hérna hjá mér, ég vil helst að þú hagir þér hérna eins og heima hjá þér. Ef þú hefur einhverjar athugasemdir eða hrós sambandi við skrifin mín, þá endilega láttu mig vita.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Ágúst
Siggabeib
Bjarni hýri
Strumpurinn
Gyða Sól
Erlingur

FSS - ný síða!

emOde

gay.com
mbl.is
Spámaður
Hamstur
Betra.net
TheSpark
Love is ...
Búrfell