Gulli : varstu að leita að mér?

Today I am Yes, I am!  |  gulli@love.is  |  Skjalaskápur - Eldra efni  |  Forsíða  

     

9.4.02

 
Ný heimasíða
FSS er loksins komin með nýja heimasíðu. Hún komst í gagnið á föstudaginn. Ég hvet ykkur öll til þess að skoða hana og segja mér hvað ykkur finnst.
Það er gaman að segja frá því að fyrsta opinbera sýningin á henni var í Árnesi um helgina þar sem Lína.net og Ábótinn ehf kynntu íbúum Gnúpverjahrepps nýja internettenginu sem þeim býðst nú upp á. Síðu FSS var varpað upp á skjá þar sem íbúar hreppsins fengu að sjá hana. Gnúpverjahreppur var einmitt einn af þeim aðilum sem veittu FSS fjárstyrk í vetur til þess að fjármagna lénkaupin og heimasíðugerðina. Sveitungarnir mínir voru ánægðir með hversu hreppurinn er framsækinn og styrkir nýjungagjarna hluti.

::02:10
 
ÉG losnaði við fordóma um helgina!
Það er orðið svolítið langt síðan ég bloggaði seinast. Ég þarf aðeins að uppfæra ykkur.
Síðan ég skrifaði seinast hef ég losnað við fordóma gagnvart lesbíum. Ég var nefnilega á fundi á Hellu um helgina með trúnaðarráði og stjórn Samtakanna 78. Við vorum rétt tæplega 20 manns. Helmingurinn var lesbíur. Ég vildi óska að ég væri lesbía. Ég held að það sé ekki hægt að finna sér betri lífsförunaut en lesbíu. Ég er hugfanginn, kannski verð ég fljótlega ástfanginn. Ætli maður geti verið lesbískur hommi? Er maður þá kannski bara orðinn str8?

::02:03

HÆ !

Velkomin á síðuna mína. Ég vona að þú eigið eftir að hafa það fínt hérna hjá mér, ég vil helst að þú hagir þér hérna eins og heima hjá þér. Ef þú hefur einhverjar athugasemdir eða hrós sambandi við skrifin mín, þá endilega láttu mig vita.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Ágúst
Siggabeib
Bjarni hýri
Strumpurinn
Gyða Sól
Erlingur

FSS - ný síða!

emOde

gay.com
mbl.is
Spámaður
Hamstur
Betra.net
TheSpark
Love is ...
Búrfell