Gulli : varstu að leita að mér?

Today I am Yes, I am!  |  gulli@love.is  |  Skjalaskápur - Eldra efni  |  Forsíða  

     

4.4.02

 
Verslókór
Ég fó í gærkvöldi á fyrstu tónleika Verslókórsins í langan tíma. Þetta voru ótrúlega magnaðir tónleikar. Páll Óskar og Monica komu og spiluðu og sungu með kórnum nokkur lög. Það var mikið af lögum sungið eftir kórstjórann, Heiðar Inga Þorsteinsson. Skemmtilegt! Gaman að komast að því að kórinn er að vakna aftur til lífsins.

::14:25

2.4.02

 
Afmæli
Hildur Björg á afmæli í dag. Hún er 21 árs gömul.

::10:32
 
Mánudagsveikin
Fékk far með Freyju niður í bæ í morgun til þess að sækja bílinn minn. Ég fór nefnilega á kaffihús í gær með Önnu Siggu, Vöku, Ingu, Tótu, Binna, Höllu, Silju, Júlíönnu og Guðrúnu. Seinna kom Helga B á kaffihúsið með vinkonum sínum. Ég mannaði mig upp í að krúsa einn gæja, en það var ekki erindi sem erfiði. Síðan fórum við að fá okkur Hlölla og enduðum í samkvæmi í Hafnarfirði. Bílinn minn varð eftir í þessum leikum niðri í bæ.
En pústkerfi bílsins gaf sig í morgun og ég heyrði þessar fallegu pústsprengingar. Ég sem var búinn að taka allan bílinn í gegn yfir páskana til þess að hann kæmist í gegnum skoðun í dag. Þeir sem hafa áhuga á að laga pústkerfið fyrir mig mega senda mér póst eða einfaldlega hringja.

::10:14
 
Heimskt fólk í Survivor!
Voðalega á fólkið í Maramuu erfitt! Þau eru núna búin að reka Hunter úr ættbálknum í Survivior. Þetta var jafnheimskuleg ákvörðun og ef ríkisstjórnin myndi senda allar bankastofnanir út úr landi og gefa Landssímann til Puertó Ríkó. Gangi þeim vel að deyja úr hungri. Ætli aðstandendur leiksins myndi leyfa þeim að veslast upp og deyja?

::10:12

1.4.02

 
Mengað, já takk!
Þá er maður loksins kominn í mengað andrúmsloft á vesturkjálka landsins eftir nokkra daga stopp í hreinu lofti. Annars er alltaf jafn gaman að borða mömmumat. Ég svaf og borðaði um páskana. Næst sleppi ég því að taka námsbækur með í sveitina, ég læri hvort sem er ekki neitt þar. Ég náði líka að bólgna upp í hálsinum og kasta upp blóði út af ofnæminu mínu. Ég þoli svo illa að vera innan um loðin dýr. (tilvonandi maki má ekki vera loðinn ef hann ætlar að gista upp í) Samt var ég að eyða heilum og hálfum klukkutímum í fjósinu. Heimskulegt.

::14:19
 
Transilvanískt
Ég fór á leikrit á laugardagskvöldið, fór að sjá Rocky Horror hjá Nemendafélagi F.Su. Það var alveg hreint magnað. Fór í eftirpartý með leikurunum og aðstandendum sýningarinnar á eftir, því þetta var lokasýning. Þegar 40 manns koma saman í hlöðu sem er upplýst með kertum og kyndlum myndast einstaklega sérstök stemning, svo ekki sé meira sagt. Ég get bara sagt að ég veit allt um það hvernig skal vera transilvanískur, enda voru allir í því stuði þegar búið var að leika leikritið... Við fórum öll til transilvaníu...!

::14:18
 
Str8 work á föstudaginn langa
Tók samt lengsta dag ársins í það að taka bílinn minn í gegn. Ég pússaði upp allt ryð af bílnum mínum og sparslaði í þau göt sem ryðið náði að éta í vetur. Fínpússaði svo yfir allt saman, sprautaði svo og glerjaði. Nú á bara eftir að massa allt saman, ég geri það seinna.
Fyrst föstudagurinn langi er í umræðunni þá langar mig að klára að fjalla um hann. Hverjum datt það í hug að láta alla flagga í hálfa stöng á þeim degi. Það er bæði sorglegt, heimskulegt og vitlaust. Þetta er enginn sorgardagur. Ekki lengur. Það dó maður fyrir ca. 2000 árum, það veit meira að segja enginn fyrir víst hvaða ár hann dó. En það sem ég er að benda á það er að hann dó til þess að við gætum eignast eilíft líf. Er það svona sorglegt? Fyrir Jesú kannski, það var jú hann sem fórnaði sér. En hvor er að flagga, við eða hann? Auðvitað við! Það er gleðilegt að hann hafi gert þetta fyrir okkur og þá skulum við vera þakklát með því að vera glöð og hamingjusöm, ekki með því að flagga í hálfa stöng og segja í raun með því: “Hvað varst þú eiginlega að spá?”

::14:16

HÆ !

Velkomin á síðuna mína. Ég vona að þú eigið eftir að hafa það fínt hérna hjá mér, ég vil helst að þú hagir þér hérna eins og heima hjá þér. Ef þú hefur einhverjar athugasemdir eða hrós sambandi við skrifin mín, þá endilega láttu mig vita.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Ágúst
Siggabeib
Bjarni hýri
Strumpurinn
Gyða Sól
Erlingur

FSS - ný síða!

emOde

gay.com
mbl.is
Spámaður
Hamstur
Betra.net
TheSpark
Love is ...
Búrfell