Gulli : varstu að leita að mér?

Today I am Yes, I am!  |  gulli@love.is  |  Skjalaskápur - Eldra efni  |  Forsíða  

     

28.3.02

 
Páskar og sveitin
Nú er maður komin í sveitina í hið kærkomna páskafrí. Mömmumatur í hádeginu í dag. Það gerist ekki betra. Öfunda ykkur hin ekki með að reyna að fá eitthvað gott á mölini yfir helgina.

Gleðilega páska!



::14:18

27.3.02

 
Standast hjúskaparlög stjórnarskrá?
Stjórnarskráin er æðst íslenskra réttarheimilda. Öll þau lög, venjur eða fordæmi sem ganga gegn henni eru ómerk. Þetta er eitt af grundvöllum íslenskrar stjórnskipunar. Stjórnarskráin tekur skýrt fram og leggur grundvöllinn fyrir hinn almenna löggjafa hvernig tekið skal á jafnrétti fólks. Stjórnarskráin hefur gefið það út að það skiptir ekki máli hvernig fólk líti út, hvað það á í eignum, hvað það skuldi mikið, hvernig kynfæri fólks eru, hvaðan það komi og hverjar skoðanir þess séu: allir skulu sitja við sama borð óháð öllum þessum atriðum!
Stjórnarskrárgjafinn hefur með þessu gefið hinum almenna löggjafa skýr skilaboð hvernig hann skuli haga sínum lagaboðum. Löggjafinn á ekki að gefa út lög sem að skipta fólki upp í hópa eða geri öðrum hópum lægri undir höfði en öðrum. Um það deilir enginn maður.

Löggjafinn hefur samt óáreittur fengið að gefa út lög sem að mismuna fólki á þeirri einu ástæðu hvort að það hafi typpi eða píku. Ég ætla að búa til ímyndað og mjög einfalt dæmi sem skýrir mál mitt:
Jónas má ekki giftast Palla, en það má Jóna hins vegar. Hérna er Jónasi mismunað á þeirri einu ástæðu að hann sé karlmaður. Jónu er mismunað á sama hátt því að hún má ekki giftast Stellu, en Jónas má giftast henni.

Nú hugsa margir: “En ef þú vilt giftast einhverjum af sama kyni, þá geturu farið í staðfesta samvist.” Staðfest samvist er að mörgu leyti mjög líka hjúskaparlögunum. Þau vísa að stórum hluta í hjúskaparlögin en trúfélög mega ekki staðfesta staðfestu samvistina.
Réttindabáratta litaðs fólks í Bandaríkjunum á síðustu öld var baráttan við tvöfalt lagakerfi. Hvítt fólk taldi það algjört jafnrétti þegar svertingjar (sálarlausa fólkið, að mati hvíta fólksins) fengju “jafnrétti”. Svertingjar fengju jú að fara í skóla sem var eingöngu fyrir svarta. Svertingjar fengju að fara í strætó, en það varð að fara inn að aftan og jafnvel standa. Svart fólk þurfti að þola miklu harðari refsingar í hegningarlögum heldur en hvíta fólkið. Það mátti ekki fara í sömu kirkjur og þar fram eftir götunum. Allur þessur mismunur var sprottinn út af litnum á húðinni á fólkinu. Við skellum upp úr þegar við hugsum til baka. Hvernig var hægt að telja þetta fólk sálarlaust?
Staðreyndin er hins vegar sú að við búum núna við tvöfalt lagakerfi þar sem fólki er mismunað á þeirri einföldu ástæðu hvort að það hafi kúlur lafandi í klofinu sínu eða leg í kviðholi. Er það ásættanlegt fyrir samkynhneigða og þeirra aðstandendur? Er það ásættanlegt fyrir gagnkynhneigða og þeirra samkynhneigðu börn í framtíðinni? Það að búa við tvöfalt lagakerfi snertir alla, hvort sem þú ætlar að eyða lífinu þínu með karli eða konu og hvort sem þú ert karl eða kona. Það á ekki að skipta máli.

Stjórnarskráin bannar misrétti á því hvernig líkama þú hefur og hvernig hann líti út, hvort sem það eru kynfæri þín eða húðlitur, hún bannar líka allt misrétti sem er byggt á skoðunum, trúarlífi eða efnahag. Stjórnarskráin minnist hvergi á kynhneigð fólks, hún minnist hvergi á samkynhneigð, gagnkynhneigð eða aðrar hneigðir. Með þessari þögn er stjórnarskrárgjafinn einfaldlega að segja við Alþingi: “Það skiptir ekki máli og það á ekki að skipta máli hvaða hneigðir fólk hafi. Ykkur kemur það ekki við.”

Hvert er þitt álit?

::00:10


26.3.02

 
Ríkisskattstjóri úti að aka
Ég varð háfl “foj” og fúll þegar ég fyllti út skattskýrsluna mína aðfaranótt mánudagsins. Það er greinilegt að skattstjórinn er vanhæfur til þess að leggja skatt á þjóðina eftir jöfnuði og réttlæti. Á skattskýrslunni sjálfri er tekið fram að maður og kona sem eru í óvígðri sambúð megi fara fram á samsköttun. Er háttvirtur skattstjóri ekki með það á hreinu hvað hann er að gera hérna? Með því að taka fram að það eru menn sem geta talið fram með konum sínum er hann að bjóða öllum gagnkynhneigðum pörum og lesbískum að vera samsköttuð. Er skattstjórinn ekki það víðsýnn að vita að það eru líka hommapör til? Heppilegra orðalag væri karl og kona. Fyrst að það á að halda uppi ójafnrétti er betra að gera það rétt!

Annars veit ég það vel að lesbíur og hommar í óvígðri sambúð fá ekki að telja fram saman samkvæmt lögum. En ríkisskattstjórinn virðist annaðhvort ekki vera viss á lögunum eða íslenskri tungu. Það hlýtur að vera lágmarkskrafan gagnvart æðsta skattheimtumanni þjóðarinnar.

::16:01

 
Staffafundur
Staffafundur á Argentínu á miðnætti í gær. Við fengum mjög góða T-bone-steik til að smakka ásamt kaffi og sykurmolum. Ótrúlega skemmtilegar veitingar og góð blanda. Hefði ekki átt að borða fyrir fundinn, geri það ekki næst.

::14:36
 
Afmæli
Brynjar sundlaugarvörður á afmæli í dag. 21 árs er kappinn. Til hamingju heimur með það.

::14:28

25.3.02

 
Kabúl í höfuðborg Reykjavíkur
Fór í miðbæinn í dag. Byrjaði á því að skila af mér skattaskýrslunni. Vann hana í nótt eftir að hafa bloggað. Samkvæmt mínum útreikningum lítur út fyrir að ég fái endurgreitt í ágúst...
=>Þess vegna fór ég næst á Laugaveginn, hann lítur út eins og ég myndi halda að Kabúl leit út fyrir nokkrum mánuðum eftir árasir Bandaríkjanna. Ég ákvað að eyða nokkrum þúsundköllum sem ég fæ í ágúst frá ríkinu, eyða svolítlu fyrirfram. Finna Íslendingaeðlið í mér! Fór þess vegna í Topshop og verslaði mér handklæði, hring, hálsmen, nærbuxur og kodda, allt merkt með breska fánanum. Vei, ég er kominn í sumarskap. Fór svo á bókamarkað, keypti tvær bækur og nýjasta eintakið af Gaytimes. Endaði svo upp í Lyfju þar sem ég og Anna Vala vorum snuðuð um nokkrar krónur. Þar hitti ég hr. Karl biskup. Labbaði svo í sund og mætti formanni Biblíufélagsins á leiðinni. Þegar ég kom í Breiðholtslaug var verið að vígja nýju rennibrautirnar. Ég held að það hafi verið rúmlega 3000 krakkar í sundi sem voru að vígja brautirnar með Ingibjörgu Sólrúnu, allir fengu ís nema ég, því hann var búinn þegar ég vildi fá. En þegar ég var að synda þá hlustaði ég á Hrein sóknarprest í Breiðholti vígja nýju rennibrautirnar og nokkur blessunarorð. Sniðugt að blanda saman messu og frístundum. Núna bíð ég bara eftir að hitta Jesú Krist og þá er dagurinn orðinn hákristilegur. Greinilegt að það er kominn hátíðartími hjá Kristnum mönnum.

::21:40
 
Mamma!
Hver kýs mömmu burt af ættbálkaþingi? Ég er alveg brjálaður. Hver kýs hana þegar helv... hún Sarah er ennþá í ættbálkum. Survivor IV sukkar feitt!

::21:38
 
Afmæli
Hjalti átti afmæli á laugardaginn. Til hamingju með 20 ára afmælið Hjalti!

::01:57
 
Illugi Jökulsson
Þá er maður kominn aftur til höfuðborgarinnar. Ég nefnilega brunaði heim í Hreppa aðfaranótt sunnudagsins strax eftir vinnu á Argentínu til þess að bjarga tveimur fermingarveislum. Elfa frá Skaftholti, Einar frá Heiðarbrún og Guðni frá Laxárdal fermdu sig í Stóra-Núpskirkju. Mér var boðið í veisluna til frændanna Einars og Guðna sem héldu upp á hana saman í Félagsheimilinu Árnesi. Síðan var ég að vinna líka í veislunni hjá þeim og veislunni hjá Elfu, enda vinn ég í Árnesi. Tvær flugur í einu höggi. Fékk borgað fyrir að mæta í fermingarveislu! Geri aðrir betur! Siðlaust?

Þegar maður keyrir einn úr sveitinni, frá mömmu og pabba, í góðan klukkutíma þá fær maður góðan tíma með sjálfum sér til þess að hugsa. Ég gerði það ekki í þetta skiptið. Ég stillti bara á gömlu góðu Gufuna og hlustaði á Illuga Jökulsson lesa úr sjálfsævisögu einhvers Kristmanns.
Þetta var nokkuð áhugaverð saga. Ég kem inn í söguna þegar hann er 15 ára og sefur hjá fertugri konu sem kallar sig svörtu “pistuna”. Þegar þau hafa lokið sér af, segjir hún honum að nú sé hann orðinn karlmaður, því að hann sé farinn að framkvæma hlutverk fullorðinna. (DÖ, er það?). Síðan útskýrir hann muninn á hvítum og svörtum “pistum”. Sjálf segjist hún vera svört “pista”, en það sé miklu betra. Hvíta “pistan” vilji eigna sér karlmanninn og vilji ekki leyfa honum að snerta sig nema með skilyrðum. Hún vilji koma honum í stöðu með peninga og völd. Síðan sé aldrei hægt að losa sig við hana nema með því að svipta sig lífi eða láta hana hafa öll sína auðæfi, ásamt öllum þeim aurum sem hann muni nokkurn tímann vinna sér inn eftir það. Svörtu “pistuna” séu miklu betri, því að þær setji engin skilyrði og það er ekkert mál að slíta á tengslin við þær.
Ég veit náttúrulega ekki með ykkur, en mér finnst ég sjá hér lýsingu á hóru annars vegar og konu í brúðarkjól hins vegar. Er hægt að segja þegar maður hefur hlustað á þessi rök að annað sé betra en hitt?

Illugi er annars með alveg einstaklega ljúfa og fallega rödd. Ég myndi giftast henni ef ég þyrfti ekki að fá allan pakkann, þ.e. líkamann og andlitið. Hérna kemur hvíta “pistan” upp í mér; ást með skilyrðum.

Eftir að hafa hlustað á þessa mjög svo frambærilegu sögu á Rás 1, þá er ég alveg kominn aftur á þá skoðun að halda Ríkisútvarpinu í ríkiseign. Húrra! Ég er ekki föðurlandssvikari þökk sé Illuga!

::01:56

HÆ !

Velkomin á síðuna mína. Ég vona að þú eigið eftir að hafa það fínt hérna hjá mér, ég vil helst að þú hagir þér hérna eins og heima hjá þér. Ef þú hefur einhverjar athugasemdir eða hrós sambandi við skrifin mín, þá endilega láttu mig vita.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Ágúst
Siggabeib
Bjarni hýri
Strumpurinn
Gyða Sól
Erlingur

FSS - ný síða!

emOde

gay.com
mbl.is
Spámaður
Hamstur
Betra.net
TheSpark
Love is ...
Búrfell